Fréttasafn



19. jún. 2023 Almennar fréttir

Íslenskum fyrirtækjum býðst að styðja við uppbyggingu í Úkraínu

Íslenskum fyrirtækjum býðst að taka þátt í Ukraine Business Compact, UBC, og sýna þannig í verki stuðning við uppbyggingu og framtíðartækifæri í Úkraínu eftir stríð. Heimstorg Íslandsstofu vekur athygli á þessu á vef sínum og geta íslenskt fyrirtæki sent fyrirspurn hér

Yfirvöld í Úkraínu og Bretlandi munu í sameiningu standa fyrir ráðstefnunni Ukraine Recovery Conference (UCR23) í Lundúnum dagana 21.-22. júní. Viðburðinn sækja ráðherrar víða að, ásamt fulltrúum alþjóðastofnana og fyrirtækja. Á ráðstefnunni stendur til að hleypa UBC formlega úr vör en með því verður til vettvangur sem gefur atvinnulífinu færi á að lýsa yfir stuðningi og vilja til þátttöku í uppbyggingu og tækifærum í Úkraínu að afloknu stríðinu sem þar geisar. 

Þegar hefur verið opnað fyrir þátttöku í UBC – bæði í gegnum vefinn auk þess sem hægt er að fylla út eyðublað og senda í tölvupósti. Þá er einnig hægt að skrá sig á online fyrirtækjaviðburð UCR23 ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar: 


URC-kubbur-002-