Fréttasafn



7. nóv. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Íslenskur bjór hjá Lady Brewery

Íslenskum handverksbrugghúsum hefur fjölgað mikið að undanförnu og sum hver eru ekki með eigið brugghús heldur ferðast á milli og vinna með öðrum brugghúsum í þeirra aðstöðu. Lady Brewery er eitt þeirra og er nokkurs konar flökku-brugghús sem um þessar mundir lætur brugga bjór fyrir sig hjá Ægi Brugghúsi. 

Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá SI, og Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, heimsóttu Lady Brewery og Ægi brugghús. Á móti þeim tóku Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel hjá Lady Brewery og Ólafur S.K. Þorvaldz hjá Ægi Brugghúsi. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða starfsemina og velta upp möguleikum á samstarfi en Samtök iðnaðarins hafa  áhuga á að sameina íslenska áfengisframleiðendur undir merkjum samtakanna og vinna markvissar með þessum hópi því sameiginleg hagsmunamál eru mörg.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Þórey Björk Halldórsdóttir, Ragnheiður Axel, Ragnheiður Héðinsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir.