Íþyngjandi regluverk til umræðu á Framleiðsluþingi SI
Íþyngjandi regluverk á færibandi var yfirskrift Framleiðsluþings SI sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu 25. janúar. Á þinginu sem var vel sótt var sjónum beint að hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB, gullhúðun laga og regluverks og framkvæmd eftirlits á vegum stofnana ríkisins.
Árni Sigurjónsson, formaður SI, setti þingið. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fór yfir umfang iðnaðar á Íslandi, Evrópskar reglur, gullhúðun og túlkun laga. Því næst ræddi Sigurður við Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formann ráðgjafarnefndar EFTA, um hvernig hægt væri að efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, fór yfir nýja greiningu SI þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan raða SI um viðhorf þeirra til regluverks og eftirlits. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrði umræðum um íþyngjandi regluverk með þátttöku Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Þorsteini Víglundssyni, forstjóra Hornsteins, og Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur, forstjóra Nóa Siríus. Að lokum stýrði Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI, umræðum um regluverk í framkvæmd með þátttöku Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus, Guðrúnu Höllu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, Halldóri Halldórssyni, forstjóra Íslenska kalkþörungafélagsins, og Sigrúnu Ágústsdóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar. Fundarstjóri var Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar og formaður Framleiðsluráðs SI.
Líkt og annars staðar í Reykjavík fór rafmagn af Hörpu í miðjum umræðum þingsins en fundargestir létu það ekki á sig fá og var þinginu haldið áfram þegar rafmagn komst á um hálftíma síðar.
Glærur
Hér er hægt að nálgast glærur þingsins.
Upptaka
Hér er hægt að nálgast upptöku þingsins:
Myndir
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri ljósmyndir frá þinginu.
Myndir/BIG
Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Siríus, Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, og Guðlaugur Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, og Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli,
Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar og formaður Framleiðsluráðs SI.
Upptökur
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast upptökur einstakra frummælenda og pallborðsumræðna:
Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Ísland í fremstu röð? - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Hvernig er hægt að efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB? - Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, formaður ráðgjafarnefndar EFTA, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
Íþyngjandi regluverk - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Siríus, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Regluverk í framkvæmd - Ragnar Árnason, prófessor emeritus, Guðrún Halla Finnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur SI.