Jafnvægi að skapast á íbúðamarkaði
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í frétt Morgunblaðsins í dag að ný talning samtakanna bendi til þess að jafnvægi sé að skapast á markaði og að fækkun íbúða á fyrstu byggingarstigum megi mögulega skýra með því að dregið hafi úr útlánum vegna óvissu í efnahagsmálum. „Sala nýrra íbúða hefur líka verið hægari sem kann að hafa tafið einhver verkefni. Það er eftirspurn eftir ódýrum íbúðum en sala á dýrari íbúðum hefur gengið hægar. Það er aðalatriði hvað varðar eftirspurn. Það hefur verið markaðsbrestur. Eftirspurn eftir ódýrum íbúðum hefur ekki verið mætt.“ segir Sigurður.
Íbúðum á fyrstu byggingarstigum fækkar
Samkvæmt talningunni sem fram fór í mars hefur íbúðum sem eru á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. að fokheldu, fækkað um 4,1% frá síðustu talningu í september. Slíkar íbúðir voru 2.558 talsins í mars. Vitnað er til greiningar SI þar sem segir að fækkunin nú endurspegli að stærstum hluta versnandi efnahagsástand og aukna efnahagsóvissu, m.a. vegna stöðu kjarasamninga.
Sigurður Hsegir verkefnastöðuna almennt góða. „Hvað varðar íbúðamarkaðinn er útlitið ágætt. Heilt yfir er aukning varðandi samgöngur og margt í pípunum. Hins vegar eru blikur á lofti. Stærri verkefni hafa frestast. Það hefur áhrif á móti. Til dæmis hefur útboði vegna meðferðarkjarnans við Hringbraut verið frestað fram á haust en það átti að verða í mars.“
Morgunblaðið / mbl.is, 28. mars 2019.