Fréttasafn



27. okt. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Jákvæðar breytingar á byggingarreglugerð

Það er mat Samtaka iðnaðarins að þær breytingar sem hafa verið gerðar á byggingarreglugerð og tóku gildi 8. október síðastliðinn séu jákvæðar. Helstu breytingar eru þær að heimilt verður að nota stálklæddar húseiningar sem uppfylla ákvæði ÍST EN 14509 með brennanlegri einangrun í þök og veggi í allt að tveggja hæða hús sem eru í notkunarflokki 1 eða 2 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með sömu formálum er heimilt að nota klæðningar í flokki 2 í tveggja hæða byggingum. Þá er jafnframt kveðið á um lágmarks klæðningu fyrir útveggi bygginga sem eru meira en tvær hæðir. Áður var þetta eingöngu heimilt á einnar hæða húsi. Jafnframt er kveðið á um að auk snúningssvæðanna 1,50 m og 1,30 m að þvermáli megi nota 1,30 m x 1,80 m svæði. Þessi breyting eykur sveigjanleika í hönnun ganga innan íbúða svo dæmi sé tekið.

Hér er hægt að skoða reglugerðina um breytingarnar.

Á vef HMS er hægt að nálgast byggingarreglugerð nr. 112/2012 með breytingum.