Fréttasafn



27. sep. 2017 Almennar fréttir

Jóhanna Klara ráðin nýr sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

Jóhanna Klara Stefánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI. Jóhanna Klara þekkir vel til starfsemi samtakanna eftir að hafa verið starfandi á framleiðslusviði SI síðastliðin tvö ár þar sem hún hefur sinnt þjónustu við félagsmenn. Hún er lögfræðingur að mennt með APME verkefnastjórnunargráðu og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á helstu þjónustuþáttum samtakanna. Jóhanna Klara tekur þegar til starfa sem sviðsstjóri mannvirkjasviðs og geta því félagsmenn haft beint samband við hana með erindi í tölvupósti á johanna@si.is eða í síma 8246130. Hún mun jafnframt sinna áfram starfsgreinahópum sem tilheyra framleiðslusviði þar til nýr starfsmaður verður ráðinn.

Árni Jóhannsson sem áður gegndi stöðu sviðsstjóra mannvirkjasviðs hefur látið af störfum hjá SI. Honum eru þökkuð góð störf í þágu samtakanna og félagsmanna þeirra.

Ráðning Jóhönnu Klöru er liður í skipulags- og áherslubreytingum í starfi SI sem hafa þann tilgang að styðja við nýjar áherslur í starfi samtakanna og styrkja starfsemi þeirra.