Fréttasafn27. apr. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Jón Ólafur Ólafsson er nýr formaður SAMARK

Ný stjórn SAMARK var kosin á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Nýr formaður er Jón Ólafur Ólafsson hjá Batteríinu. Aðrir í stjórn eru Helgi Mar Hallgrímsson hjá Arkþing og Aðalheiður E. Kristjánsdóttir hjá Landmótun. Úr stjórn fóru Þráinn Hauksson hjá Landslag og Helgi Már Halldórsson hjá ASK arkitektar en Helgi Már lét af störfum sem formaður félagsins. 

Á fundinum í gær hélt Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, erindi og fór yfir samanburð á kjarasamningum SAMARK og Launþegafélags arkitekta annars vegar og SA og BHM hins vegar. Tilefnið var að stjórn og samninganefnd SAMARK hafa að undanförnu skoðað þann möguleika að gerast aðilar að kjarasamningi SA og BHM í stað þess að viðhalda kjarasamningi með þeim hætti sem verið hefur.

Fundur-26-04-2018_1524834959537Helgi Már Halldórsson hjá ASK arkitektar gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetur en hann hefur verið í stjórn SAMARK síðustu 6 árin.

Fundur-26-04-2018-3-