Fréttasafn27. okt. 2021 Almennar fréttir

KAPP sýnir frá starfsemi sinni á Instagram

Í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins taka félagsmenn Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka yfir Instagram SA. Í dag taka þátt félagsmenn Samtaka iðnaðarins,  KAPP, og segja frá starfsemi sinni. 

Hjá KAPP starfa 50 starfsmenn en fyrirtækið sérhæfir sig í að þróa tæknilausnir til að skipta út  óumhverfisvænum kælimiðlum eins og F-gös með GWP frá 2000-6000 yfir í umhverfisvænt CO2, ammóníak eða rafmang með GWP undir 3. Fyrirtækið aðstoðar matvælaiðnað, sjávarútveg og bílageirann í að skipta yfir í umhverfisvæna kæla og kælimiðla.

KAPP