Fréttasafn



5. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Keppni í notkun afgangshita til matvælaræktunar

Íslenski orkuháskólinn í HR (Iceland School of Energy) og ráðgjafafyrirtækið Navigo verða með opinn kynningarfund um samkeppni um notkun afgangshita til matvælaræktunar í borgum næstkomandi mánudag 8. maí kl. 13-15 í stofu M215 í HR.

Samkeppnin er á vegum Climate-KIC, stærsta samstarfsverkefnis opinberra aðila og einkaaðila í Evrópu um nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Verkefnið er samstarfsvettvangur fyrir fyrirtæki, háskóla og opinbera aðila til að breyta góðum hugmyndum í nýjar vörur, þjónustu og störf. Climate-KIC leitar nú íslenskra samstarfsaðila.

Á fundinum kynnir Peter Vangsbo frá viðskiptaþróunarteymi Climate-KIC Nordic starfsemina og samkeppnina Open Innovation Competition: Urban Food from Residual Heat.