Fréttasafn



24. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Kerecis jók veltu um 178%

Fyrirtækið Kerecis hlaut viðurkenningu Vaxtarsprotans í flokki fyrirtækja með veltu yfir hundrað milljónum króna en velta fyrirtækisins jókst um 178% á milli áranna 2017 og 2018. Kerecis er lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár og styrkja líkamsvefi, til dæmis með meðhöndlun á sykursýkissárum, endurgerð á brjóstum og til viðgerðar á kviðslitum. Kerecis er með skráð einkaleyfi í Bandaríkjunum og fleiri en 50 öðrum löndum og hafa meira en 20 þúsund sjúklingar verið meðhöndlaðir með sáraroði félagins á undanförnum árum.

Það var Ingólfur Örn Guðmundsson, sem tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Kerecis í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Þess má geta að Kerecis var valið Vaxtarsproti ársins 2017. 

Á myndinni fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Ingólfur Örn Guðmundsson hjá Kerecis, Árni Sigurjónsson, varaformaður SI, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra. 

Á Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá afhendingunni.

_D4M3694