Kerecis keypt fyrir 180 milljarða íslenskra króna
Íslenska lækningavörufyrirtæki Kerecis sem er aðildarfyrirtæki SI hefur verið keypt af danska stórfyrirtækinu Coloplast fyrir 180 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Kerecis segir að fyrirtækið hafi verið keypt af Coloplast fyrir 1,3 milljarða bandaríkjadala sem fjármagnað verður með hlutabréfaútgáfu. Félagið verður rekið sem sjálfstæð eining innan Coloplast en hluthafar Kerecis við söluna eru um 400 talsins.
Á vef Viðskiptablaðsins segir að þetta séu ein stærstu viðskipti þessarar tegundar í sögu Íslands. Á mbl.is segir að þetta séu ein stærstu kaup Íslandssögunnar.
Forstjóri og stofnandi Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson sem er jafnframt formaður Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni, SLH.
Samtök iðnaðarins óska Guðmundi og hans fólki til hamingju með áfangann.