Fréttasafn



29. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Kerfisáætlun Landsnets kynnt félagsmönnum SI

Samtök iðnaðarins efndu í vikunni til kynningarfundar fyrir félagsmenn um drög að nýrri kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2019-2028 en Landsnet hefur birt þau drög til umsagnar á heimasíðu fyrirtækisins. Á fundinum kynnti Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri áætlana hjá þróunar- og tæknissviði Landsnets, drög að áætlun fyrirtækisins, þau sjónarmið og mælikvarða sem sú áætlun grundvallast á sem og helstu álitamál sem þar eru til umfjöllunar. Þá svaraði Gnýr, ásamt samstarfsmönnum sínum, spurningum fundargesta um áætlunina sem og önnur mál henni tengd.

Samtök iðnaðarins og aðildarfyrirtæki samtakanna voru hvött af fulltrúum Landsnets til að kynna sér framkomin drög á kerfisáætlun og óskaði fyrirtækið eftir ábendingum um þau drög sem og aðrar ábendingar um þessa vinnu, hvort sem það varðar efni áætlunarinnar, forsendur eða vinnulag almennt.

Á vef Landsnets er hægt að nálgast drög að kerfisáætlun Landsnets og fylgiskjöl.

LN-3