Fréttasafn27. jún. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Kjarasamningur VFÍ og FRV samþykktur

Kjarasamningur milli Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) sem undirritaður var 29. maí síðastliðinn hefur nú verið samþykktur. Samningurinn felur í sér samsvarandi hækkanir á launum auk hagvaxtarauka sem og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl 2019.

Kjarasamningurinn felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning milli aðilanna sem undirritaður var 17. mars 2016. Gildistími er frá og með 1. maí 2019 til 1. nóvember 2022 og fellur hann þá úr gildi án uppsagnar.