Fréttasafn13. mar. 2018 Almennar fréttir Framleiðsla

Kjötmeistari Íslands valinn

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, MFK, fór fram fyrir skömmu þar sem Oddur Árnason var valinn Kjötmeistari Íslands. Keppnin fór fram á Hótel Natura. Oddur sem er kjötiðnaðarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands fékk flest stig samanlagt og hreppti þar með titilinn. 

Á myndinni er Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að óska Oddi til hamingju með viðurkenninguna.

Á vef Veitingageirans er hægt að lesa nánar um keppnina.