Fréttasafn



26. sep. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Klæðskera og kjólameistarafélagið

Klæðskera- og kjólameistarafélagið 80 ára

Klæðskera- og kjólameistarafélagið fagnar 80 ára afmæli á þessu ári. Félagið var stofnað 2. september 1943 þegar 12 konur komu saman í kjólaversluninni Fix í Reykjavík.

Í tilefni af 80 ára afmælinu var efnt til fagnaðar í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn laugardag. Meðal þeirra sem boðið var voru heiðursfélagar.  Einnig fór fram afhending sveinsbréfa til níu nemenda úr kjólasaum og klæðskurði.

80-ara-afmaeli_1_1695731855133

80-ara-afmaeli_2

80-ara-afmaeli_4

Í Morgunblaðinu er rætt við Selmu Ragnarsdóttur kjólameistari en hún er í 80 ára afmælisnefnd félagsins þar sem hún segir meðal annars: „Við vildum fagna afmælinu með því að bjóða þessum heiðurskonum félagsins, sem sumar muna fyrri tímana vel, með því að hafa virkilega flott teboð og spjalla saman um sögu félagsins.“

Morgunbladid-23-09-2023 

Morgunblaðið, 23. september 2023.