Fréttasafn



27. mar. 2019 Almennar fréttir

Klæðskera- og kjólameistari saumaði árshófskjól formanns SI

Selma Ragn­ars­dótt­ir, klæðskera- og kjóla­meist­ari, saumaði kjól á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, fyrir árs­hóf sam­tak­anna sem fram fór í Hörpu fyrr í mánuðinum. Í viðtali á mbl.is segir Selma kjól­inn vera klass­ísk­an úr silkisatíni. „Í byrj­un hent­um við á milli okk­ar hug­mynd­um og mynd­um af kjól­um en ég vissi fyr­ir fram að henn­ar lit­ir væru annaðhvort rauður eða blár. Guðrún er svo glæsi­leg kona þannig að þó nokkr­ir kjól­ar komu til greina en við vor­um sam­mála um að kjóll­inn yrði alls ekki svart­ur.“ 

Í viðtalinu kemur fram að Selma hafi starfað lengi í grein­inni og ým­is­legt hafa breyst í kjöl­far þess að fólk versli föt í aukn­um mæli á net­inu auk þess sem hún finn­i fyr­ir auk­inni um­hverfis­vit­und. „Hátt hlut­fall þess sem pantað er pass­ar ekki eða er allt öðru­vísi en það var á mynd þegar það svo kem­ur. Við klæðsker­ar fáum oft fyr­ir­spurn­ir um lag­fær­ing­ar á svona mis­tök­um. Um­hverf­i­s­væn hugs­un og nýt­ing á fatnaði sem hægt er að laga eða nýta í annað er já­kvætt skref og tek ég mikið af svo­leiðis verk­efn­um að mér.“

Á mbl.is er hægt að lesa viðtalið við Selmu í heild sinni.

Si_arshof_harpa_2019_gudrun_hafsteins_a-1

Si_arshof_harpa_2019-26_1553694916262Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, í kjólnum sem Selma saumaði.