Fréttasafn28. maí 2020 Almennar fréttir

Könnun vegna framtíðarviðræðna við Bretland

Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa hafa opnað samráðsgátt í formi könnunar til að fá fram efnislegar ábendingar og áherslur varðandi einstaka þætti útflutnings til Bretlands. 

Í tilkynningu kemur fram að utanríkisráðuneytið leggi áherslu á samráð við atvinnulífið um mikilvægustu útflutningshagsmuni vegna yfirstandandi viðræðna við Bretland um framtíðarsamning í kjölfar þess að Bretland hverfur úr Evrópska efnahagssvæðinu. Ráðuneytið hafi staðið fyrir kynningarfundum um viðræðurnar og samningsmarkmiðin til að fá fram sjónarmið atvinnulífsins. Vegna sóttvarnarreglna hafi verið erfitt að koma við stórum fundum eða vinnustofum. Markmiðið sé að veita samninganefnd Íslands sem besta leiðsögn og yfirsýn yfir íslenska hagsmuni og öll þau sérstöku úrlausnarefni sem íslensk fyrirtæki telja mögulegt að upp komi. 

Hér er hægt að svara könnuninni.

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar á vef Íslandsstofu um samráðsgáttina vegna framtíðarviðræðna við Bretland.