Fréttasafn22. nóv. 2019 Almennar fréttir

Konur í iðnaði fjölmenntu á aðventugleði SI

Konur úr íslenskum iðnaði fjölmenntu á aðventugleði Samtaka iðnaðarins sem haldin var á Vox Club í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, höfðu framsögu sem góður rómur var gerður að. Ragnheiður Gröndal, söngkona, og Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanóleikari, fluttu nokkur lög, meðal annars söng Ragnheiður um jólaköttinn eins og henni einni er lagið. Á aðventugleðinni gafst tækifæri til að kynnast, spjalla og sýna kraftinn sem konur í iðnaði búa yfir en þær starfa m.a. í hugverkaiðnaði, mannvirkjaiðnaði og framleiðsluiðnaði. Konur í Félagi fagkvenna mættu á aðventugleðina og er myndin hér fyrir ofan af þeim ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, formanni SI og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, verkefnastjóra í menntamálum hjá SI.

Fleiri myndir á SI-Facebook

mbl.is, 22. nóvember 2019.

Si_adventugledi_kvenna_2019-1Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_adventugledi_kvenna_2019-5

Si_adventugledi_kvenna_2019-4

Si_adventugledi_kvenna_2019-7Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Si_adventugledi_kvenna_2019-11

Si_adventugledi_kvenna_2019-6

Si_adventugledi_kvenna_2019-12

Si_adventugledi_kvenna_2019-14Ragnheiður Gröndal og Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanóleikari.

Si_adventugledi_kvenna_2019-16

Si_adventugledi_kvenna_2019-2

Si_adventugledi_kvenna_2019-8

Si_adventugledi_kvenna_2019-10

Si_adventugledi_kvenna_2019-13

Si_adventugledi_kvenna_2019-15

Si_adventugledi_kvenna_2019-17