Fréttasafn



16. okt. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Kosningafundur SI - umræður með formönnum flokka

Samtök iðnaðarins standa fyrir umræðufundi með formönnum flokka þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12.00-13.30 í Silfurbergi í Hörpu undir yfirskriftinni Hugmyndalandið. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 11.30.

Með fundinum vilja samtökin leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda alþingiskosninga um það hvernig efla megi atvinnulíf og verðmætasköpun á Íslandi og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru nú og til framtíðar.

Þátttakendur í dagskrá:

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Ragnar Þór Ingólfsson, Flokkur fólksins
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
  • Kristrún Frostadóttir, Samfylkingin
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn
  • Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar

Hér er hægt að horfa á upptöku af fundinum.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

SI30-Kosningafundur-2024-258x378mm-Heilsida-29Okt_loka

mbl.is, 5. nóvember 2024.

Vísir, 5. nóvember 2024.

vb.is, 5. nóvember 2024.