Kosningar draga úr óvissu
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, voru í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar á Viljanum síðastliðinn föstudag.
Þar ræðir Björn Ingi við þau um komandi kosningar, helstu verkefni næstu ríkisstjórnar og áskoranir atvinnulífsins eftir langvarandi pólitíska óvissu. Hann spyr þau meðal annars að því hvernig þróun mála hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið og hver séu stærstu verkefnin framundan.
Sigurður segir meðal annars að flestir hafi gert sér grein fyrir því að kjörtímabilið yrði ekki klárað og að kosið yrði fyrr en í september 2025. Hann segir að um mitt síðasta ári hafi verið komin upp vandamál þar sem meðal annars mörg mál hafi dagað uppi. Sigurður segir að það sé minni óvissa að ganga til kosninga núna í stað þess að fara inn í veturinn með tilheyrandi óvissu.
Hér er hægt að nálgast hlaðvarpið.