Fréttasafn



20. mar. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Kraftmesta leiðin til að bæta lífskjör er að auka framleiðni

Formaður Hugverkaráðs SI, Tryggvi Hjaltason, er meðal höfunda greinar sem birt er í Viðskiptablaðinu undir yfirskriftinni Framleiðni ræður lífskjörum. Ásamt Tryggva skrifa undir greinina Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, og Sveinn Sölvason, forstjóri Embla Medical hf (Össur hf). 

Greinarhöfundar segja að skynsamlegasta og kraftmesta leiðin til að bæta lífskjör á Íslandi sé að auka framleiðni fyrirtækja og hins opinbera á Íslandi. Alltof lítil umræða hafi átt sér stað hér á landi um mikilvægi framleiðni og framleiðnivaxtar. Vert sé að rifja upp lykilskilaboð úr skýrslu McKinsey sem unnin hafi verið fyrir stjórnvöld árið 2012 um hvernig hægt væri að tryggja langtímahagvöxt á Íslandi. Markmiðið sé að skapa aukin verðmæti á hverja vinnustund og þetta sé enn stóra áskorunin.

Í niðurlagi greinarinnar segir: „Leggjum þessu lið og stöndum saman um að auka framleiðni íslenskra fyrirtækja og mætum þannig fyrrnefndum áskorunum. Lærum hvert af öðru, sækjum fram í rannsóknum og þróun, eflum samkeppnishæfni Íslands, nýtum tæknina, og aukum fræðslu um árangursríkar aðferðir. Með sókn á þessu sviði getum við vonandi forðast auknar lántökur eða skattheimtu og bætt lífskjör á Íslandi.“

Viðskiptablaðið, 20. mars 2024.

Vidskiptabladid-20-03-2024