Fréttasafn30. jún. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Kröftug merki um viðsnúning í hagkerfinu

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins að samtökin hafi ekki gert hagspá en hins vegar séu kröftug merki um viðsnúning á breiðum grundvelli í hagkerfinu. Þar með talið í iðnaðinum. „Ég myndi reikna með að síðari hluti ársins verði mjög góður og að við munum sjá mikinn vöxt frá árinu 2020. Samanburðurinn er hins vegar við samdráttarár í fyrra og við eigum nokkuð í land með að ná upp sömu landsframleiðslu og við vorum með fyrir niðursveifluna,“ segir Ingólfur í Morgunblaðinu.

Morgunblaðið / mbl.is, 30. júní 2021.

Morgunbladid-30-06-2021