Fréttasafn28. sep. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Krónprins Danmerkur til Íslands

Dönsk viðskiptasendinefnd með krónprins Danmerkur í fararbroddi verður á Íslandi dagana 12.-13. október til að taka þátt í umræðum um sjálfbær orkuskipti. Með honum í för verða fulltrúar danskra fyrirtækja og stofnana. Tilgangurinn er að efla tengsl milli Danmerkur og Íslands um orkuskipti og grænar lausnir.  

Þriðjudaginn 12. október fara fram hringborðsumræður í Hörpu sem Samtök iðnaðarins verða þátttakendur í ásamt fulltrúum frá systursamtökum sínum í Danmörku, Dansk Industri. Í Hörpu er áformað að vera með fyrirtækjasýningu og B2B fundi. 

Á vef krónprinsins kemur fram að hann mun meðal annars heimsækja Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og utanríkisráðherranum Jeppe Kofod.

Mynd/Kongehuset