Fréttasafn



24. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Kvika auglýsir eftir styrkjum til iðn- og starfsnáms

Kvika hefur auglýst eftir styrkjum úr Hvatningasjóðir Kviku vegna skólaársins 2018-2019. Fyrir nokkru stofnaði Kvika hvatningarsjóð í samstarfi við Samtök iðnaðarins sem veitir styrki til nema í iðn- og starfsnámi. Umsóknarfrestur er til 15. júní næstkomandi og umsóknir er hægt að send á netfangið hvatningarsjodur@kvika.is.
Í auglýsingu Kviku kemur fram að markmið sjóðsins sé að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms fyrir íslenskt atvinnulíf. Skortur sé á iðnmenntuðu starfsfólki og sú staðreynd sé víða orðin hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. 

Fimm milljónir króna árlega í þrjú ár

Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár. Heildarstyrkir munu því nema 15 milljónum króna. Ávallt verður litið til kynjahlutfalla við mat á umsóknum og úthlutun styrkja og leitast við að hafa þau jöfn. Við úthlutun styrkja að fjárhæð 500.000 kr. eða meira verður a.m.k. helmingi slíkra styrkja úthlutað til kvenna. 

Hér er hægt að nálgast úthlutunarreglur og nánari upplýsingar: 

kvika.is/hvatningarsjodur 

Kvika_augl_fin