Fréttasafn7. ágú. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Kynna íslenska gullsmiði

Félag íslenskra gullsmiða hefur að undanförnu kynnt til leiks einstaka félagsmenn sína með myndum á Facebook-síðu félagsins og hafa nú þegar rúmlega 20 félagsmenn verið kynntir. Gullsmíði er löggilt iðngrein og vill félagið með þessu vekja athygli neytenda á því að fagleg menntun íslenskra gullsmiða er mikil gæðatrygging. Velflestir gullsmiðir landsins eru aðilar að félaginu sem hefur það að markmiði að standa vörð um réttindi íslenskra gullsmiða, viðhalda menntun þeirra og stuðla að þróun og nýsköpun í greininni.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndanna þar sem gullsmiðirnir eru í sínu vinnuumhverfi. Á efri myndinni er Kjartan Örn Kjartansson í ORR á Skólavörðustíg.

Helga-i-Gullkunst-a-LaugavegiHelga í Gullkúnst á Laugavegi.

Orri Finn á Skólavörðustíg.

Olafur-Stefansson-i-Fjardarstraeti-a-IsafirdiÓlafur Stefánsson í Fjarðarstræti á Ísafirði.

Lovisa-Halldorsdottir-i-By-Lovisa-skartgripir-i-GardabaeLovísa Halldórsdóttir hjá By Lovisa skartgripir í Garðabæ.

Julia-Thrastardottir-i-Djuls-design-a-Tryggvabraut-a-AkureyriJúlía Þrastardóttir hjá Djúls Design á Tryggvabraut á Akureyri.

Pall-Sveinsson-hja-Joni-og-Oskari-a-LaugavegiPáll Sveinsson hjá Jóni og Óskari á Laugavegi.