Fréttasafn



10. des. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag Suðurlands

Kynning á kjarasamningum á félagsfundi MFS

Mikill áhugi var hjá félagsmönnum Meistarafélags Suðurlands, MFS, á fræðslufundi þar sem fjallað var um kjarasamninga. Fundurinn sem haldinn var á Hótel Selfossi hófst á því að Friðrik Ág. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, kynnti nýjustu talningu SI á íbúðum og kynnti einnig hvað MFS og SI eru að gera fyrir sína félagsmenn. Þá kynnti Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, gildandi kjarasamninga og hvaða breytingar væru að eiga sér stað á næstunni. Góðar umræður sköpuðust í kjölfar kynningar Ragnars. 

Eftir miklar umræður félagsmanna á fundinum komu fram óskir um fleiri slíka fræðslufundi um málefni sem gagnast félagsmönnum vel, líkt og þessi fundur reyndist.

Selfoss-desember-2021_1Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, kynnti gildandi kjarasamninga og hvaða breytingar væru að eiga sér stað á næstunni.