Fréttasafn19. okt. 2017 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Kynning á norrænni fjármögnun grænna verkefna

Kynningarfundur um Nopef, Norræna verkefnaútflutningssjóðinn og NEFCO, Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið verður haldinn fimmtudaginn 26. október kl. 9.00-10.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Að fundinum standa Íslandsstofa, Samtök iðnaðarins, NEFCO og Nopef.

Íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Á fundinum verða hlutverk og starfsemi Nopef og NEFCO kynnt auk þess sem tvö fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin. 

Framsögumenn á fundinum eru: Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef, Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO, Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Pólar toghlerar. Fundarstjóri er Erna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Mikael og Þórhallur verða síðan til viðtals að fundi loknum fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir.

Skráning á fundinn er á vef Íslandsstofu.