Fréttasafn



19. mar. 2021 Almennar fréttir Menntun

Kynning á nýrri reglugerð um vinnustaðanám

Samtök iðnaðarins héldu í vikunni rafrænan kynningarfund um nýja reglugerð um vinnustaðanám fyrir félagsmenn á mannvirkjasviði SI. Á fundinum kom fram að reglugerðin tekur gildi 1. ágúst næstkomandi og er vinna þegar hafin við innleiðingu hennar með aðkomu allra hagaðila úr atvinnulífinu, skólasamfélaginu og stjórnsýslunni.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri menntamála hjá SI, Jón B. Stefánsson, verkefnaráðin í menntamálaráðuneytinu, og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sem voru með kynninguna á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins en fundarmenn voru á Zoom.

Fundur-18-03-2021-2-