Fréttasafn



3. des. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Kynning á rafrænu áhættumati fyrir rafiðnaðinn

SART og Rafmennt stóðu fyrir fræðslufundi um rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn síðastliðinn laugardag í húsnæði Rafmenntar að Stórhöfða. Á fundinum sem var vel sóttur kynnti Andri Reyr Haraldsson OiRA sem er gagnvirkt áhættumatstól sem er aðgengilegt í gegnum gagnvirka vefsíðu og er að mestu leyti ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum. OiRA er þróað og viðhaldið af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og er byggt á hollenska hættumatstólinu RI&E. OiRA rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn er samvinnuverkefni Vinnueftirlitsins og Rafmenntar. 

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um áhættumatið.

Fundur-28-11-2019-2-

Fundur-28-11-2019-3-