Fréttasafn11. feb. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Kynning á samkeppnisréttarstefnu

Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, kynnti samkeppnisréttarstefnu SI fyrir stjórn Rafverktakafélags Suðurnesja í síðustu viku. Kynning er liður í innleiðingu Samtaka iðnaðarins og aðildarfélaga á samkeppnisréttarstefnu SI en nánari upplýsingar um stefnuna má finna hér. Að kynningu lokinni var efnt til umræðna og var það mál stjórnarmanna að efnistökin hefðu verið bæði fræðandi og fagleg.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, Arnbjörn Óskarsson, Guðmundur Ingólfsson og Björn Kristinsson, stjórnarmenn í Rafverktakafélagi Suðurnesja.