Fréttasafn11. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Kynning á starfsemi SAMARK

Samtök arkitektasstofa, SAMARK, hélt opinn félagsfund í gær þar sem fulltrúum arkitektastofa sem ekki eru aðildarfyrirtæki SAMARK, ásamt félagsmönnum, var boðin kynning á starfsemi félagsins. 

Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK, sagði frá helstu störfum félagsins á liðnu starfsári og þeim áherslumálum sem félagið vinnur að um þessar mundir. Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, kynnti Samtök iðnaðarins og fór yfir helstu atriði sem felast í aðild að SI og SAMARK.

Fyrir frekari upplýsingar um störf SAMARK og aðild að samtökunum ásamt SI er hægt á að hafa samband við Eyrúnu, eyrun@si.is