Fréttasafn



2. maí 2024 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Kynning á viðskiptasendinefnd Íslands á COP29

Kynningarfundur um viðskiptasendinefnd Íslands á COP29 verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 8.30-10.00 í Arion banka. Það er Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, sem heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 sem fer fram  í Baku í Azerbaijan 11.-22. nóvember 2029. Á kynningarfundinum verður veitt innsýn inn í COP29 og fyrirkomulag þátttöku atvinnulífsins. 

Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Hlutverk viðskiptasendinefndar er að halda á lofti framlagi Íslands í loftslagsmálum, kynna Ísland og þær lausnir sem það hefur upp á að bjóða ásamt því að sækja þekkingu og reynslu hingað heim. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. 

Dagskrá

  • Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs
  • Helga Barðadóttir, sérfræðingur hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og formaður samninganefndar Íslands á COP29
  • Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdarstjóri GEORG – rannsóknarklasa í jarðvarma
  • Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna
  • Hans Orri Kristjánsson, verkefnastjóri innlends samstarfs hjá Grænvangi

Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.