Fréttasafn



17. nóv. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Kynning fyrir félagsmenn SI á samstarfsvettvanginum Burði

Mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins stendur fyrir fundi fimmtudaginn 20. nóvember kl. 12-13 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 fyrir félagsmenn í byggingar- og mannvirkjagerð þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna Burð - nýstofnaðan samstarfsvettvang um rannsóknir og prófanir í mannvirkjagerð sem var formlega stofnaður mánudaginn 10. nóvember.

Á fundinum verður farið yfir:

  • Tilurð Burðar og helstu markmið vettvangsins
  • Hvernig stjórnvöld, háskólasamfélag og atvinnulíf koma að uppbyggingu samstarfsins
  • Tækifæri iðnaðarins til að taka virkan þátt í mótun, þróun og úrvinnslu verkefna
  • Fyrstu skrefin í starfsemi Burðar og áherslur næstu missera

Um Burð

Burður er nýr samstarfsvettvangur sem hefur það hlutverk að efla og samhæfa rannsóknir og prófanir í húsnæðis- og mannvirkjagerð á Íslandi. Vettvangurinn byggir á samstarfi stjórnvalda, menntastofnana og atvinnulífs og hefur það að markmiði að:

  • Auka slagkraft og samræmingu rannsókna og prófana
  • Efla samnýtingu innviða, búnaðar og gagna
  • Stuðla að betri, öruggari og sjálfbærari mannvirkjum
  • Styðja við nýsköpun og innleiðingu nýrrar þekkingar

Fréttaefni og útgefið efni vegna stofnunar Burðar má finna á vef HMS.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.