Fréttasafn



16. mar. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Kynningar á viðbragðsáætlunum í beinni útsendingu

Bein útsending er að hefjast frá fjarfundi sem Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, efna til þar sem fjögur ólík fyrirtæki kynna viðbragðsáætlanir sínar eða ráðstafanir í beinu streymi á Facebook-síðu SI.

Fundurinn er ætlaður fyrirtækjum til upplýsinga og leiðbeininga um með hvaða hætti hægt er að vernda starfsfólk, framleiðslu og starfsemi almennt fyrir COVID-19.

Fyrirtækin sem kynna viðbragðsáætlanir sínar eru:

Kynning á viðbragðsáætlunum

  • Hildur Atladóttir, leiðtogi heilbrigðismála, og Adriana Pétursdóttir leiðtogi starfsmannaþjónustu, Rio Tinto
  • Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri, MS 
  • Kristján Theódórsson, framkvæmdarstjóri, Myllan 
  •  Ómar Snævar Friðriksson, verkefnastjóri, Þúsund fjalir ehf.

Á fundinum mun Ragnar Árnason frá vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins svara spurningum félagsmanna

Fundarstjórar eru Gunnar Sigurðarson og Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjórar á framleiðslusviði SI

Á meðan á kynningum stendur gefst fjarfundargestum tækifæri á að senda fyrirspurnir til fyrirtækjanna á streymisslóð fjarfundarins.