Fréttasafn27. feb. 2019 Almennar fréttir Menntun

Kynningar- og samráðsfundur um rafræna ferilbók

Stýrihópur um rafræna ferilbók stendur fyrir kynningar- og samráðsfundi um rafræna ferilbók á morgun fimmtudaginn 28. febrúar kl. 8.30-10.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Undirbúningur innleiðingar rafrænnar ferilbókar hefur staðið yfir undanfarið og fara tilraunahópar fljótlega að prófa ferilbókina. Því er mikilvægt að hagsmunaaðilar nýti þetta tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að.

Fundarstjóri er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði SA.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá fundarins. 

190221-Rafraen-ferilbok-augl-kynningar_morgunverdarfundur