Fréttasafn26. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Kynningarfundir víða um land um ábyrgð í mannvirkjagerð

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins hafa farið víða um land og kynnt rit sem samtökin gáfu út fyrir skömmu um ábyrgð þeirra sem koma að byggingu mannvirkja hér á landi. Í útgáfunni er farið yfir gildandi reglur um ábyrgð og lögbundið hlutverk hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara. Fyrsti kynningarfundurinn fór fram í Húsi atvinnulífsins í Reykjavík en síðan tóku við fundir á Selfossi, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, Reykjanesi og Vesturlandi. Það eru þau Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem hafa haldið kynningarnar víða um landið. 

Ritið er aðgengilegt öllum félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og er hægt að nálgast útgáfurnar með því að hafa samband við mottaka@si.is.

Myndin hér fyrir ofan er tekin á fundinum á Akureyri. 

Hver-ber-abyrgd_fundur-a-Egilsstodum-3-Fundur á Egilsstöðum.

Hver-ber-abyrgd_fundur-a-Isafirdi-4-Fundur á Ísafirði. Jóhanna Klara Stefánsdóttir kynnti ritið. 

Hver-ber-abyrgd_fundur-a-Sudurlandi-1-

Hver-ber-abyrgd_fundur-a-Sudurlandi-2-Fundur í Reykjanesbæ. Friðrik Á. Ólafsson, kynnti ritið. 

Hver-ber-abyrgd_fundur-i-Vestmannaeyjum-6-

Hver-ber-abyrgd_fundur-i-Vestmannaeyjum-8-Fundur í Vestmannaeyjum.

Hver-ber-abyrg_fundur-a-Selfossi-9-Fundur á Selfossi.

Fundur-i-Borgarnesi-04-12-2019-1-Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. 

Fundur-i-Borgarnesi-04-12-2019-2-Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.