Fréttasafn



12. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Kynningarfundur FP og SI

Félag pípulagningameistara, FP, og Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum FP til kynningarfundar fimmtudaginn 19. maí kl. 17.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum munu fulltrúar Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins kynna starfsemi beggja samtaka og í kjölfarið verður efnt til umræðna.
Tilefni fundarins er fyrirhuguð kosning félagsmanna FP um inngöngu í SI og SA sem mun hefjast föstudaginn 20. maí í samræmi við ályktun síðasta aðalfundar FP.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Fyrir þá félagsmenn FP sem ekki hafa tök á að vera á staðnum er hægt að fylgjast með fundinum og taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Mikilvægt er að skrá í athugasemdardálk ef óskað er eftir því að vera á fjarfundi.

SI-fundur-pipulagningameistarar