Fréttasafn27. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Kynningarfundur FSRE um forval alútboðs verknámsaðstöðu FB

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, FSRE, hefur boðað til kynningarfundar á forvali vegna lokaðs alútboðs hönnunar og framkvæmda á verknámsaðstöðu fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 2. maí kl. 13.00 í fundarsölum F og G á Hilton við Suðurlandsbraut. Verktakar og hönnuðir eru sérstaklega hvött til mætingar á fundinn. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Fundinum verður ekki streymt.

Skilafrestur þátttökutilkynninga er 15. maí 2023. Fyrirspurnarfrestur rennur út 6. maí og verður öllum fyrirspurnum svarað í síðasta lagi 9. maí.

Dagskrá fundarins:

13:00 FSRE og fjölbreytt útboðsform - Ólafur Daníelsson framkvæmdastjóri framkvæmda hjá FSRE
13:15 Forval vegna verknámsaðstöðu FB - Sonja Schaffelhoferova verkefnastjóri FSRE
13:45 Spurningar úr sal

Hér er viðburðurinn á Facebook.

Nánari upplýsingar á vef FSRE.