Fréttasafn16. maí 2017 Almennar fréttir Menntun

Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði í HR

Kynningarfundur fyrir stjórnendur í iðnaði verður í Opna háskólanum í HR þriðjudaginn 23. maí næstkomandi kl. 9.45 um nýja námslínu sem Opni háskólinn í samstarfi við Samtök iðnaðarins hafa sett á laggirnar fyrir stjórnendum sem starfa í iðnaði. Skráning. 

Áherslan í náminu er á hagnýta þekkingu þar sem nemendum gefst tækifæri til að efla færni sína í starfi. Kennt verður með raunhæfum verkefnum til að tengja námið vinnuumhverfi og verkefnum þátttakenda. Námslínan samanstendur af fimm efnisþáttum:

  • Forysta og stjórnun
  • Rekstur og fjármál
  • Verkefnastjórnun
  • Straumlínustjórnun
  • Samningatækni

 

Til viðbótar geta þátttakendur valið um eitt af eftirfarandi námskeiðum: 

  • Framleiðslu- og gæðastýring
  • Design Thinking – stefnumótun með aðferðarfræði hönnunar
  • Þjónustustjórnun


Námið hefst í september og lýkur í byrjun desember. Kennsla fer fram milli kl. 9.00-17.00.