Fréttasafn18. jan. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun

Kynningarfundur með fulltrúum Tækniþróunarsjóðs

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn SI með fulltrúum Tækniþróunarsjóðs næstkomandi mánudag 23. janúar kl. 15.00-16.30. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 á 1. hæð í fundarherberginu Kviku.

Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 15. febrúar nk.  Stjórn sjóðsins hefur unnið að ýmsum breytingum í styrkjakerfinu sem fyrirtækin hafa fengið fyrstu reynslu af á síðasta ári. Það er því kærkomið tækifæri að fara yfir þær breytingar og ræða nýjar áherslur í starfseminni. Fundarmönnum gefst kostur á að koma með ábendingar um æskilegar umbætur. Þá verður einnig hægt svara fyrirspurnum varðandi skattívilnun til endurgreiðslu á rannsókna- og þróunarkostnaði, en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á lögum og reglugerð varðandi þau málErlendur Steinn Guðnason formaður SSP mun fara yfir reynslu þeirra fyrirtækja sem hann hefur tengt á síðustu árum varðandi þessi mál. 

Dagskrá

  • Fulltrúar Rannís kynna nýja styrkjaflokka sjóðsins og fjalla um umsókna- og matsferli þeirra. Þeir munu svo sitja fyrir svörum og taka við ábendingum fundarmanna til stjórnar.
  • Reynsla fyrirtækja af umsókna-matsferli Tækniþróunarsjóðs, endurgreiðslur og fleira.

 

Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI. Boðið verður upp á hressingu.