Fréttasafn



4. maí 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Kynningarfundur um fjármögnun grænna verkefna

Íslandsstofa, Grænvangur, Nefco og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundi um Nefco - The Nordic Green Bank miðvikudaginn 11. maí kl. 9.00–10.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Allar nánari upplýsingar og skráning á Heimstorgi Íslandsstofu – heimstorg.is.

Nefco veitir meðal annars styrki og fjármagn til verkefna sem tengjast umhverfisvænni tækni og grænum lausnum. Á fundinum verður hlutverk og starfsemi fjármálastofnunarinnar kynnt auk þess sem tvö íslensk fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við hana. Húsið opnar kl. 8.45 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 9.00. 

Framsögumenn á  fundinum verða:
• Þórhallur Þorsteinsson, Nefco
• Søren Rasmussen, Nefco
• Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Brunnur Ventures
• Guðmundur Sigþórsson, D-tech ehf.

Fundarstjórn:
• Birta Kristín Helgadóttir, Grænvangi

Þórhallur og Søren verða jafnframt til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir. Um Nefco – The Nordic Green Bank Nefco er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar vöxt fyrirtækja og tæknilausna á alþjóðamörkuðum til að hraða grænu umskiptunum. Öll verkefni sem Nefco kemur að verða að skila umhverfisvænum ávinningi. Sjá nánar á nefco.int.

ISL_Auglysing-Heimstorg_0522_3x20-v2