Fréttasafn



2. mar. 2023 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Kynningarfundur um græna styrki

Kynningarfundur á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála verður haldinn fimmtudaginn 23. mars kl. 8.30-16.00 í Háteig á Grand Hótel Reykjavík. Ætlunin með fundinum er að tengja saman stuðningsumhverfi, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Grænvangur, Rannís, Festa, Orkustofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið standa að fundinum. 

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra loftslagsmála mun ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið verða stuttar kynningar á helstu sjóðum og styrkjatækifærum sem standa Íslendingum til boða á þessu sviði í bland við örsögur aðila sem hafa farsæka reynslu af því að sækj í sjóði vegna grænna verkefna. Að kynningum loknum tekur við Styrkjamót en þá geta þátttakendur bókað örfundi til að kynnast, fræðast og kanna möguleika á samstarfi í framtíðinni þar sem hægt er að ræða ákveðna styrki við sérfræðinga eða kynna ný græn verkefni.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Dagskrá

Fundarstjóri: Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk nýorka

08:30 Húsið opnar

09:00 Ávarp frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

09:20 Erindi aðstandenda viðburðar og örerindi styrkþega

  • Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
  • Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
  • Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs
  • Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri, Festa
  • E1 - Hafrún Þorvaldsdóttir
  • Laki Power - Ósvaldur Knudsen
  • Gerosion - Kristján Friðrik Alexandersson

10:30 Kaffi

11:00 Kynningar á erlendum sjóðum

  • Horizon Europe - Kolbrún Bjargmundsdóttir, Rannís
  • Innovation Fund og Clean Energy Transition - Sigurður Björnsson, Rannís
  • LIFE - Gyða Einarsdóttir, Rannís
  • Enterprise Europe Network (EEN) - Katrín Jónsdóttir, Rannís
  • Uppbyggingarsjóður EES - Kolfinna Tómasdóttir, Rannís

12:00 Hádegisverður

13:00 Örerindi styrkþega og kynningar á fleiri sjóðum

  • Sidewind - María Kristín Þrastardóttir
  • Carbfix - Ragna Björk Bragadóttir
  • Nefco - Søren Berg Rasmussen
  • Orkusjóður - Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkustofnun
  • Innlendir sjóðir hjá Rannís - Kristín Hermannsdóttir, Rannís
  • Umsóknaskrif og þjónusta við umsækjendur - Rannís

14:30 Stefnumót hefjast. 15 mínútna fundir fara fram í 1,5 klst.

16:00 Skál fyrir styrkjum