Fréttasafn20. maí 2019 Almennar fréttir Umhverfis og orkumál

Kynningarfundur um kerfisáætlun Landsnets

Landsnet hefur kynnt til umsagnar drög að nýrri kerfisáætlun fyrirtækisins 2019-2028 en frestur til athugasemda er til 24. júní nk. Landsnet mun kynna áætlunina fyrir aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins á fundi mánudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 12.30-14.00.

Á fundinum verður eins og áður segir áætlunin kynnt og gefst fundargestum tækifæri til að spyrja fulltrúa Landsnets út í áætlunina. Á vef Landsnets er hægt að nálgast nánari upplýsingar um kerfisáætlunina.  

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.