Fréttasafn



22. maí 2019 Almennar fréttir Menntun

Kynningarfundur um nám í Háskólagrunni HR

Kynningarfundur um nám í Háskólagrunni HR verður haldinn á morgun fimmtudaginn 23. maí kl. 17.30 í stofu M103 í Háskólanum í Reykjavík.

Háskólagrunnur HR er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja hefja háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Þegar nemendur sækja um velja þeir grunn miðað við það háskólanám sem stefnt er að í framhaldinu. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Markmiðið með fundinum er að kynna fyrir áhugasömum námið og fá innsýn í starf deildarinnar. Gestum gefst svo kostur á að fá leiðsögn um húsið eftir kynninguna.

Á Facebook HR er hægt að skoða viðburðinn.