Fréttasafn



3. okt. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Kynningarfundur um Samtök arkitektastofa og SI

Kynningarfundur um Samtök arkitektastofa, SAMARK, og Samtök iðnaðarins, SI, verður haldinn miðvikudaginn 10. október næstkomandi kl. 12.00-13.00 í Borgartúni 35, 1. hæð. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. 

SAMARK eru hagsmunasamtök arkitektastofa. Samtökin voru stofnuð árið 1998 og þau eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og þar með Samtökum atvinnulífsins. SAMARK og SI gæta hagsmuna félagsmanna sinna og tala þeirra röddu út á við, s.s. með umsögnum við lagafrumvörp o.fl. Félagsmenn geta jafnframt sótt ýmsa þjónustu til samtakanna, t.d. lögfræðiráðgjöf og ráðgjöf í vinnumarkaðsmálum.

Á fundinum verða samtökin kynnt og sagt frá þeirri þjónustu sem félagsmenn geta sótt til samtakanna.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.