Fréttasafn



12. ágú. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8.30-10 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Dagskrá

  • Styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs - Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís
  • Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarskostnaðar - Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís
  • Reynslusögur félagsmanna SI af umsóknarferli í Tækniþróunarsjóð og endurgreiðslukerfi
                             Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Alor
                             Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri og stofnandi Ankeri
  • Umræður

Fundarstjóri er Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Fundinum verður streymt frá þessum hlekk: https://us02web.zoom.us/j/84207352605

Á Facebook er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

Taeknithrounarsjodur-kynningarfundur-2022