Fréttasafn



23. ágú. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð næstkomandi þriðjudag 27. ágúst kl. 8.30-10 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

Fundarstjóri er Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Dagskrá

  • Tækniþróunarsjóður – kynning á styrkjaflokkum og kerfinu
  • Skattafrádráttur vegna rannsókna- & þróunarkostnaðar
  • Eureka – Innovvide styrkir fyrir markaðssókn á markaði utan Evrópu ásamt kynningu á þjónustu EEN – Mjöll Waldorff hjá Rannís
  • Kynning frá fyrirtæki sem hefur fengið styrk – Alexander Jóhönnuson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Ignas ehf og formaður Samtaka sprotafyrirtækja

Vakin er athygli á því að fundinum er ekki streymt.