Fréttasafn



2. sep. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins. Fundarstjóri var Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI. Davíð Þór Lúðvíksson hjá Rannís kynnti styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs og skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar,  auk þess sem Mjöll Waldorf hjá Rannís fór yfir styrki fyrir markaðssókn á markaði utan Evrópu. Einnig var kynning frá fyrirtæki sem hefur hlotið styrk og var það Alexander Jóhönnuson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Ignas ehf og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, sem greindi frá reynslu síns fyrirtækis. 

4_1725275165962Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

1_1725275191454Davíð Þór Lúðvíksson hjá Rannís.

2_1725275215351Mjöll Waldorf hjá Rannís.

7Alexander Jóhönnuson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Ignas ehf og formaður Samtaka sprotafyrirtækja.

3_1725275311356