Fréttasafn



21. jan. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök sprotafyrirtækja

Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð þriðjudaginn 28. janúar kl. 9.00-10.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Hyl á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

  • Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Rannís: kynning á styrkjaflokkum og kerfi Tækniþróunarsjóðs
  • Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís: skattafrádráttur vegna rannsókna - og þróunarkostnaðar
  • Brynja Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís: Leit að samstarfsaðilum – þjónusta Enterprise Europe Network
  • Hinrik Jósafatsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Atlas Primer, segir reynslusögu af umsóknarferlinu.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Streymi frá fundinum

Vakin er athygli á því að hægt er að fylgjast með fundinum í streymi á eftirfarandi hlekk: https://us02web.zoom.us/j/83569174162 Meeting ID: 835 6917 4162