Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð
Samtök iðnaðarins og Rannís héldu kynningarfund um Tækniþróunarsjóð, skattahvata vegna rannsókna og þróunar og starfsemi Enterprise Europe Network í Húsi atvinnulífsins. Fundinum var stýrt af Erlu Tinnu Stefánsdóttur, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI.
Á fundinum kynntu sérfræðingar Rannís helstu úrræði fyrir nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki.
- Svandís Unnur Sigurðardóttir fór yfir styrkjaflokka og kerfi Tækniþróunarsjóðs.
- Davíð Lúðvíksson kynnti skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar.
- Mjöll Waldorf kynnti þjónustu Enterprise Europe Network ásamt Innowwide-styrkjum.
Að lokum deildi Safa Jemai, stofnandi og framkvæmdastjóri aðildarfyrirtækisins Vikonnekt, reynslu sinni af umsóknarferlinu og gaf þátttakendum hagnýta innsýn.
Í lok fundarins var lögð áhersla á mikilvægi þeirra úrræða sem kynnt voru fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Jafnframt var þakkað fyrir gott og faglegt samstarf við Rannís og lýst yfir von um áframhaldandi samstarf á þessum vettvangi.
Minnt var á að nýsköpunarfyrirtæki hafi allt að vinna með því að nýta stuðningskerfið sem í boði er. Um sé að ræða mikilvæga fjárfestingu í nýsköpun, störfum, mannauði og hagvexti. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að rétt sé að efla frekar þessi úrræði fremur en að draga úr þeim.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
Davíð Lúðvíksson hjá Rannís.
Safa Jemai, stofnandi og framkvæmdastjóri aðildarfyrirtækisins Vikonnekt.